Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Kollakink

Kollakink — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Við kaffivélina mætti ég manni. Við kinkuðum báðir kolli til þess að viðurkenna tilvist hvor annars. Við höfðum rekist hvor á annan reglulega undanfarna viku og alltaf heilsað með kollakinki.

Ég vissi að ég hafði talað við þennan mann á einhverjum tímapunkti, en ég gat ekki fyrir nokkurn mun rifjað upp hvar eða hvenær það hafði verið, né heldur hver maðurinn var.

Við þögðum vandræðalega á meðan kaffivélin dældi kaffi í bollann hans.

„Vertu sæll,“ sagði hann þegar bollinn var fullur.

„Blessaður,“ svaraði ég, setti bollann minn undir kranann og ýtti á espresso takkann.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/