Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Ofurmenni

Ofurmenni — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

„Er það satt?“ spurðir þú er ég hafði sagt þér sögusögnina sem flogið hafði um matsalinn í kaffitímanum.

„Eftir því sem ég best veit,“ svaraði ég. „Ég get þó ekki verið hundrað prósent viss. Ég er nú bara mannlegur. Enginn sagnfræðingur.“

„Lítur þú sem sagt á sagnfræðinga sem ofurmannlegar verur?“

„Nei,“ svaraði ég. „Ég tók nú bara svona til orða.“

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/