„Er það satt?“ spurðir þú er ég hafði sagt þér sögusögnina sem flogið hafði um matsalinn í kaffitímanum.
„Eftir því sem ég best veit,“ svaraði ég. „Ég get þó ekki verið hundrað prósent viss. Ég er nú bara mannlegur. Enginn sagnfræðingur.“
„Lítur þú sem sagt á sagnfræðinga sem ofurmannlegar verur?“
„Nei,“ svaraði ég. „Ég tók nú bara svona til orða.“