Heyrðu, sagði rakarinn þegar ég settist í stólinn hjá honum. Ég er búinn að vera rakari í 30 ár. Ég hef haft hár óteljandi áhugaverðra manneskja í höndum mínum. Ég hef heyrt allar sögur sem til eru undir sólinni. Ég hef fengið nóg. Ég hef engan áhuga á því að vita hver þú ert, hvaðan þú kemur eða hvað þú ætlir að gera um helgina. Ég ætla því bara að þegja og klippa á þér hárið. Skilið?
Börkur Sigurbjörnsson
Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.