Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Einu sinni var lítið tungl sem hét Rauðtungl. Það var á sporbaug um plánetuna Rauðplánetu. Dag einn sagði Rauðplánetan við Rauðtunglið: "Sólin AD-320 er orðin voðalega gömul. Farðu nú í heimsókn til hennar og færðu henni þessa körfu af helíum svo að hún brenni ekki upp alveg strax." Tunglið tók körfuna og fór af stað í átt til sólarinnar AD-320. Á leiðinni ákvað tunglið að tína nokkur smástirni til að gefa sólinni AD-320. Um það leyti sem tunglið var að tína smástirni þá bar að stórt og mikið svarthol. Svartholið spurði tunglið: "Hvað ert þú að gera hér litla tungl?". Tunglið svaraði: "Ég er að tína smástirni handa sólinni AD-320 sem er orðin voðalega gömul og húm býr tveimur sólkerfum utar í vertarbrautinni." Þá svaraði svartholið: "Þú skalt fara utar í þetta smástirnabelti og tína smástirnin sem eru þar því að þau eru miklu flottari." Rauðtungl fór að ráðum svartholsins. Smástirnin þar voru svo flott að tunglið gleymdi sér við að tína þau. Á meðan fór stóra ljóta svartholið tveimur sólkerfum utar í vetrarbrautina og gleypti sólina AD-320 og alla hennar fylgihnetti.

Þegar Rauðtungl áttaði sig á því að það hafði gleymt sér við að tína smástirni þá þreif það sig af stað til sólarinnar AD-320. Þegar þangað var komið þá fannst henni sólin vera svolítið undarleg en tók ekki eftir því að þarna var á ferð stóra ljóta svartholið. Hún spurði því: "Af hverju eru með svona óendanlega lítinn kjarna?". Svartholið svaraði: "Af því bara". "En hvers vegna ertu með radíus 2GM/c²?", surði þá Rauðtungl. "Það er leyndó", svaraði svartholið. Loks spurði tunlið: "En hvers vegna eru með svona sterkt þyngdarafl?". "Það er svo að ég geti étið þig", sagði svartholið og gleipti tunglið í einum munnbita.

Stuttu seinna var vísindamaður að horfa út í geiminn í gegnum stóra stjörnukíkinn sinn. Hann beindi kíkinum að uppáhalds sólinni sinni, AD-320. Honum brá í brún þegar hann sá að stóra ljóta svartholið hafði étið sólina. Hann greip þá til þess ráðs að setja mínus inn í svartholsútreikningana sína svo að þyngdarkrafturinn snerist við og svartholið ældi út AD-320, Rauðtungli og öðru sem það hafði dregið að sér.