Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Skilningarvit

Skilningarvit — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Jósep starði á vin sinn sem sat handan borðsins og talaði látlaust. Hann dáðist að því hvernig nasavængirnir bærðust í takt við orðin sem flæddu úr munninum. Hann naut þess að fylgja eftir hreyfingu adamseplisins sem dúaði upp og niður eins og dufl í vægum öldugangi.

Jósep hafði ekki hugmynd um það hvað vinurinn var að segja. Við erum öll fædd með mismunandi næm skilningarvit. Jósep hafði mun næmari sjón en heyrn. Þess vegna valdi hann sér vini sem töluðu mikið en héldu innihaldsrýrar ræður sem kröfðust ekki nauðsynlega áheyrnar.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/