Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Eitthvað er ekki eins og það á að vera

Eitthvað er eins og það á ekki að vera — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Viktoría gekk upp að útidyrunum, andlega örmagna eftir langan og krefjandi dag á skrifstofunni. Hún tók upp strætókortið og bar það upp að skrárgatinu. Heilinn hennar var of þreyttur til þess að bregðast snöggt við en innst inni þá vissi hún að eitthvað var ekki eins og það átti að vera.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/