Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Friðarsafn

Friðarsafn — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Ég fylltist friðartilfinningu þegar ég gekk inn í aðal sýningarsal safnsins. Ég fann hvernig hægði á andadrættinum og hann varð dýpri. Ég veit ekki mikið um list eða listafólk. Ég kann ekki að greina á milli þessisma og hinnisma. Ég hef aldrei verið þekktur fyrir að vera mikill fagurkeri. Þrátt fyrir allt, þá er eitthvað við það að sækja listasöfn heim sem róar mig niður. Kannski eru það stóru tómu rýmin. Kannski er það kærulaus gangan. Kannski er það vegna þess að ég slekk á huganum og stari bara á listmunina án þess að dæma þá. Ég skil ekki hvers vegna ég verð fyrir þessum áhrifum. Það er bara svona. Og mér líkar það.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/