Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Hákarlar

Hákarlar — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Ég get ekki varist brosi þegar ég syndi framhjá stóra glugganum við dýpri enda laugarinnar. Ég hugsa til þess tíma þegar ég þorði varla að synda á þessum slóðum vegna hræðslu við að glugginn opnaðist og út synti flokkur mannætuhákarla.

Það krauma í mér blendnar tilfinningar þegar ég hugsa til þess hversu erfitt það var að vera ungur drengur með óhóflega frjótt ímyndunarafl — óttasleginn við eigin uppspuna.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/