Nautabani var stunginn til bana af nauti í smábæ á Norður Spáni í gær. Atvikið átti sér stað fyrir utan þorpskrána á aðaltorgi bæjarins rétt fyrir miðnætti að staðartíma. Nautabaninn var á heimleið eftir að hafa eytt kvöldinu á kránni, segjandi sögur af hetjudáðum sínum í hringnum, þegar nautið réðst á hann úr launsátri.
Nautið flúði af vettvangi en fannst síðar um nóttina á akri rétt utan við bæinn. Ekki er vitað hvort gerandinn og fórnarlambið hafi þekkst en grunur leikur á að nautið hafi verið að hefna náins ættingja.