Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Smásögur

Sveitó

Sveitó — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

– Hvað starfarðu?

* Ég bý í sveit.

– Ertu bóndi?

* Já , ég er bóndi. Ég er bóndi.

– Ertu með margt fé?

* Fé? Nei, nei bara svona rétt til að borga í strætó.

– Nei, ég meina hinsegin fé.

* Ha hvernig fé þá.

– Ég meina lítil krullhærð dýr.

* Já dýr. Ég er með fullt af dýrum.

– Og margar kindur?

* Kindur?

– Já, litlu krullhærðu dýrin.

* Já, þú meinar meme. Ég er með mikið af meme.

– Ert þú einnig með nautgripi?

* Nautgripi?

– Já, stóru dýrin sem segja mu.

* Þú meinar mumu. Ég er með fjórar mumu. Þær borða mikið gras.

– Já er það virkilegt?

* Ho ho borðar líka mikið gras en voffvoff borðar ekki gras.

– Ert þú viss um að þú sért bóndi?

* Já auðvitað. En þú, hvað starfar þú?

– Ég ýti á takka, marga takka. Kannski þúsund takka á dag eða kannski milljón.

* Vinnurðu við tölvu?

– Já tölvu. Ég vinn við tölvu.

* Ert þú kannski menntaður tölvunarfræðingur og sérfræðingur á sviði viðskiptahugbúnaðarlausna fyrir smærri og meðal stór fyrirtæki í fiskútflutningi?

– Já akkúrat. Ég er menntaður tölvunarfræðingur og sérfræðingur á sviði viðskiptahugbúnaðarlausna fyrir smærri og meðal stór fyrirtæki í fiskútflutningi.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/