999 Erlendis er smásagnasafn eftir Börk Sigurbjörnsson. Safnið inniheldur tíu myndskreyttar smásögur sem eiga flestar rætur sínar í raunveruleikanum og segja sögu Íslendings í útlöndum.
Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Þó svo að smásögur Barkar innihaldi allnokkur sannleikskorn í lífi höfundar þá eru þær að mestum hluta skáldskapur og vekja upp forvitni lesandans varðandi það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.
Titill bókarinnar er tekinn úr Þjóðskrá og stendur fyrir póstnúmer og sveitarfélag Íslendinga sem búsettir eru erlendis.
Kilja og rafbækur
Smásagnasafnið 999 Erlendis fæst sem kilja í vefverslun Amazon og Barnes & Noble.
Rafbók fyrir Kindle lesbretti fæst hjá Amazon Kindle og rafbækur fyrir önnur lesbretti, spjaldtölvur og snjallsíma fást hjá Apple Books og Kobo.
Rafbækur má einnig fá að láni í gegnum Rafbókasafnið eða lesa í appinu eða lesbrettinu hjá Storytel.
Nánari upplýsingar má finna á Goodreads.
Efnisyfirlit
Smásögur bókarinnar er einnig hægt að lesa hér á vefnum.
- Álfar og kóngar
- Stormurinn
- Hvernig er umferðarmenningin í Finnlandi?
- Rigning í Kraków
- Hvað borða fiskar?
- Nágrannarnir
- Myrkrið
- Julia
- Ungi maðurinn á hjólinu
- Fólkið á torginu
Ritdómar
Ritdómar um ensku útgáfuna.
“I enjoyed the lyrical quality of the writing, the wry sense of humour and the sweetness of each story.” — Rachael Rippon
“…the stories are an easy read, funny at times. A nice way to spend an afternoon reading. I liked the description of the surroundings and the people.” — Laszlo Kugler