Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Bækur

Talaðu við ókunnuga

Talaðu við ókunnuga er myndskreytt smásagnasafn eftir Börk Sigurbjörnsson. Smásögur bókarinnar segja frá samskiptum við hið ókunna, hvort sem um er að ræða ókunnuga úti á götu, framandi viðhorf eða innhverfar samræður okkar við hinn hulda hluta undirmeðvitundarinnar. Í gegnum átta smásögur kynnumst við hinu ókunnuga frá ýmsum heimshornum þar sem sögusviðið nær meðal annars til Buenos Aires, Bogotá, Barcelona, London og Reykjavík. Smásögurnar eru myndskreyttar af höfundinum sjálfum.

„Þetta safn hefur verið allnokkur ár í smíðum og það tók mig talsverðan tíma að detta niður á rétt þema. Upphaflega var það meðvituð ákvörðun að allar sögurnar fjölluðu um bið, en eftir allmargar blindgötur og þvingaða söguþræði þá tók hið ókunnuga smám saman völdin og varð að megin viðfangsefninu.“

Kiljur og rafbækur

Talaðu við ókunnuga — Kápuhönnun Ana Piñeyro
Kápuhönnun Ana Piñeyro

Smásögurnar fást sem kilja hjá Amazon og Barnes and Noble. Rafbók fyrir Kindle lesbretti fæst hjá Amazon Kindle og rafbækur fyrir önnur lesbretti, spjaldtölvur og snjallsíma fást hjá Apple Books og Kobo.

Rafbækur má einnig fá að láni í gegnum Rafbókasafnið eða lesa í appinu eða lesbrettinu hjá Storytel.

Nánari upplýsingar um smásagnasafnið má finna á Goodreads.

Efnisyfirlit

Smásögur bókarinnar má einnig lesa á vefnum.

Ritdómar

„Á heildina séð er þetta stutt, en gott smásagnasafn. Sögurnar eru vel skrifaðar og þrátt fyrir að vera um mismunandi persónur hér og hvar um heiminn, þá er samt sterkur þráður í gengum bókina. Hafði gaman að lesa hana.“ Hákon Gunnarsson á Goodreads

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/