Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Bækur

Ljóðmyndir

Ljóðmyndir er ljóða- og litabók með örsögum inn á milli. Bókin var gefin út í takmörkuðu upplagi fyrir jólin 2016 og gefin vinum og vandamönnum. Mörg ljóðanna hafa birst hér á Urban Volcano í gegnum árin og örsögurnar eru fyrsti hlutinn af áramóta heiti um að birta örsögu á vefnum vikulega út árið 2017.

Ljóðmyndir inniheldur meðal annars:

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/