Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Bækur

Meðal annars

Meðal annars er myndskreytt örsögusafn eftir Börk Sigurbjörnsson. Safnið snertir á fjölbreyttum viðfangsefnum sem hafa verið höfundinum hugleikin undanfarin ár, meðal annars, kvíða, mannlegum samskiptum, náttúru, innhverfu, hundum og yfirnáttúrulegum fyrirbærum. Örsögurnar eru myndskreyttar af höfundinum sjálfum.

„Að vissu leyti eru þessar frásagnir hluti af persónulegri listaþerapíu þar sem ég íhuga skynjun mína á heiminum í kringum mig, reyni að skilja hann og átta mig á mínum eigin stað í samhengi hlutanna.“

Kiljur og rafbækur

Meðal annars — Kápumynd Ana Piñeyro
Kápumynd Ana Piñeyro

Örsögusafnið Meðal annars fæst sem kilja hjá Amazon, Saxo, Barnes and Noble, ofl.

Rafbók fyrir Kindle lesbretti fæst hjá Amazon Kindle og rafbækur fyrir önnur lesbretti, spjaldtölvur og snjallsíma, s.s. iPhone og iPad, fást hjá Apple Books, Kobo og Storytel.

Örsögusafnið er einnig að finna á Goodreads, þar sem hægt er að gefa því stjörnur og ritdóm.

Efnisyfirlit

Örsögurnar má einnig lesa á vefnum.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/