Meðal annars er myndskreytt örsögusafn eftir Börk Sigurbjörnsson. Safnið snertir á fjölbreyttum viðfangsefnum sem hafa verið höfundinum hugleikin undanfarin ár, meðal annars, kvíða, mannlegum samskiptum, náttúru, innhverfu, hundum og yfirnáttúrulegum fyrirbærum. Örsögurnar eru myndskreyttar af höfundinum sjálfum.
„Að vissu leyti eru þessar frásagnir hluti af persónulegri listaþerapíu þar sem ég íhuga skynjun mína á heiminum í kringum mig, reyni að skilja hann og átta mig á mínum eigin stað í samhengi hlutanna.“
Kiljur og rafbækur
Örsögusafnið Meðal annars fæst sem kilja hjá Amazon, Saxo, Barnes and Noble, ofl.
Rafbók fyrir Kindle lesbretti fæst hjá Amazon Kindle og rafbækur fyrir önnur lesbretti, spjaldtölvur og snjallsíma, s.s. iPhone og iPad, fást hjá Apple Books, Kobo og Storytel.
Örsögusafnið er einnig að finna á Goodreads, þar sem hægt er að gefa því stjörnur og ritdóm.
Efnisyfirlit
Örsögurnar má einnig lesa á vefnum.
- Dögun
- Til hamingju með … ekkert!
- Norðan nokkurs staðar
- Heiðarleg vinna
- Hafðu ekki áhyggjur
- Ást við fyrstu sýn
- Svar óskast, kannski
- Um daginn og veginn
- Baráttubókin
- Önnur kynni
- Tvíliða
- Mannspeglar
- Þyngdarafl
- Lífið streymir áfram
- Ljómi
- Stóra spurningin
- Erlenda borgin er hið vænasta völundarhús sem við þræðum í leit að duldum djásnum
- Álfasvik
- Tannþráður
- Hættu að tala við sjálfan þig
- Blóðbað
- Bleikar og fjólubláar
- Á hvorn veginn sem er
- Kveikur
- Matti Bergs
- Níunda hæð
- Tuttugu tuttugu
- Gáleysisleg hegðun
- Lykt
- Hundur í sálinni
- Rithendur
- Samfélagið og ég
- Til morguns
- Oui
- Lífið eins og það á að vera